Formleg viðurkenning á frelsi og fullveldi Palestínu

Formleg viðurkenning á frelsi og fullveldi Palestínu Fimmtudagur 22. desember 2011

Þann 15. desember staðfestu stjórnvöld formlega ályktun Alþingis og athöfn var haldin í Þjóðmenningarhúsinu af því tilefni. Síðar sama dag hélt utanríkisráðherra Palestínu, Dr. Riayd al-Maliki, erindi í Norræna húsinu, á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.  Báðir þessir viðburðir voru fjölsóttir og húsfylli á báðum stöðum.

Myndatexti: Frá vinstri Riyad Al Maliki utanríkisráðherra Palsetínu, Össur Skarphéðinsson utanrikisráðherra, Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína, Salmann Tamimi, fyrstur Palestínumanna til að setjast að á Íslandi, Samir Hassan ræðismaður Jórdaníu, Yasser Al Najjar sendiherra Palestínu.