Viðurkenning íslenskra stjórnvalda á sjálfstæði og fullveldi Palestínu innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967 var samþykkt af Alþingi Íslendinga þann 29. nóvember s.l. (sjá hér). Af því tilefni verður haldin formleg athöfn í Þjóðmenningarhúsinu kl: 10:30 á fimmtudaginn 15. desember n.k.
Seinna um daginn, kl: 14:45 mun utanríkisráðherra Palestínu, Dr. Riayd al-Maliki, halda erindi í Norræna húsinu, á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands (sjá hér að neðan).


