Fréttir af Íslendingum og Palestínu

Sunnudagur 17. júlí 2011

Nýverið heimsótti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra óvænt Gaza. Þar fundaði hann með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, Saeb Erekat aðalsamningamanni og Yasser Abed Rabbo aðalritara PLO, frelsissamtaka Palestínu. Össur hefur formlega lýst yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. (sjá fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins)

Í tengdum fréttum hefur Anna Pála Sverrisdóttir, stjórnarmeðlimur Félagsins Íslands-Palestína, verið á ferðalagi á svæðinu og m.a. heimsótt kvennamiðstöð í flóttamannabúðum í Nablus á Vesturbakkanum. (sjá viðtal við Önnu Pálu í Fréttatímanum 15. júlí 2011, bls 8: e-blað & PDF)