Sunnudagur 22. maí 2011 Bíó Paradís – Fimmtudaginn 26. maí, kl 20.00
Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman við hernám, umsátur og stöðugar árásir Ísraelshers. Bandaríski kvikmyndagerðarmapurinn Maurice Jacobsen bjó á Gazaströndinni í rúmt ár og kynntist lífi íbúanna. Kvikmynd hans Inshalla („ef guð lofar“) sýnir okkur að íbúar Gaza eru harðduglegir, snjallir og úrræðagóðir í baráttunni við óginina og skortin.
Myndin er sýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 26. maí, klukkan 20.00.
Maurice Jacobsen verður viðstaddur sýninguna og svarar spurningum áhorfenda að henni lokinni.
Allur ágóði af sýningunni rennur til hjálparstarfa á Gaza. Miðaverð er 1.150 krónur.
Myndin er á ensku.
Í viðhengi má sjá auglýsingu fyrir sýninguna, með frekari upplýsingum – sem prenta má út og setja upp á vinnustöðum, skólum og öðrum samkomustöðum.
Endilega látið orðið berast og fjölmennum á sýninguna.

