Fréttir

Sunnudagur 17. júlí 2011

Fréttir af Íslendingum og Palestínu

Nýverið heimsótti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra óvænt Gaza. Þar fundaði hann með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, Saeb Erekat aðalsamningamanni og Yasser Abed Rabbo aðalritara PLO, frelsissamtaka Palestínu. Össur hefur formlega lýst yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. (sjá fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins) Í tengdum fréttum hefur Anna Pála Sverrisdóttir, stjórnarmeðlimur Félagsins Íslands-Palestína, verið á ferðalagi á svæðinu og […] lesa meira+

Hassan Mohammed, 17 ára gamall Palestínumaður, handtekinn af Ísraelsher í bænum Madaama á Vesturbakkanum. „Eftir að ísraelskir landnemar kveiktu í akri bæjarbúa réðust hermenn inn í þorpið og handtóku Hassan. Engin veit afhverju hann var sigtaður út. Vitni segja að hermennirnir hafi komið að hópi af krökkum og tekið hann af handahófi,“ segir Agnes Ósk sjálfboðaliði. Mánudagur 27. júní 2011

Sjálfboðaliði á Vesturbakkanum: Alþjóðaliðar veita Ísraelsher aðhald

„Í stuttu máli sagt reynum við, eins og við getum, að veita Palestínumönnum vernd með alþjóðlegri viðveru,“ segir Agnes Ósk Þorgrímsdóttir, sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Agnes hefur undanfarið starfað með hjálparsamtökunum International Solidarity Movement og hyggst dvelja á Vesturbakkanum út sumarið. Vinna hennar felst meðal annars í að veita alþjóðlega viðveru á friðsömum mótmælum Palestínumanna gegn […] lesa meira+

Palestínukvöld í Friðarhúsinu, miðvikudaginn 20. júní kl. 20 Mánudagur 20. júní 2011

Palestínukvöld í Friðarhúsinu, miðvikudaginn 20. júní kl. 20

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. Rawda og Mohamad Odeh frá Jerúsalem munu þar ræða um málefni sem eru ofarlega á baugi í Palestínu; Jerúsalem Málefni pólistískra fanga Sáttaferlið milli Fatah og Hamas og fleira. Rawda og Mohamad hafa látið til sín taka í mannréttinar- og […] lesa meira+

Kvikmyndasýning á vegum Félagsins Ísland-Palestína INSHALLAH Sunnudagur 22. maí 2011

Kvikmyndasýning á vegum Félagsins Ísland-Palestína INSHALLAH

Bíó Paradís – Fimmtudaginn 26. maí, kl 20.00 Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman við hernám, umsátur og stöðugar árásir Ísraelshers. Bandaríski kvikmyndagerðarmapurinn Maurice Jacobsen bjó á Gazaströndinni í rúmt ár og kynntist lífi íbúanna. Kvikmynd hans Inshalla („ef guð lofar“)  sýnir okkur að íbúar Gaza eru harðduglegir, snjallir og úrræðagóðir í baráttunni við óginina […] lesa meira+

Myndir frá 1.maí Mánudagur 9. maí 2011

Myndir frá 1.maí

Sem fyrr gengu félagar í Félaginu Ísland-Palestína fylktu liði í kröfugöngu á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins 1. maí 2011. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru. lesa meira+

Kvikmyndasýning: Arna's Children og viðbrögð við morðum Fimmtudagur 28. apríl 2011

Kvikmyndasýning: Arna’s Children og viðbrögð við morðum

Félagið Ísland-Palestína harmar og fordæmir morðin á friðaraktívistunum Juliano Mer-Khamis og Vittorio Arrigoni, sem myrtir voru með 11 daga millibili, á Vesturbakkanum og á Gaza. Eins og fram hefur komið í fréttum fannst Vittorio myrtur 15. apríl síðastliðinn í yfirgefnu húsi á Gazaströnd. Hann var 36 ára gamall. Skömmu áður hafði verið birt myndband þar […] lesa meira+

Af aðalfundi 2011 + árskýrsla Þriðjudagur 19. apríl 2011

Af aðalfundi 2011 + árskýrsla

Aðalfundur félagsins var haldinn í Norræna húsinu 31. mars. Fundurinn var einkar vel sóttur og yfir 60 manns mættir. Á undan hefðbundnum aðalfundarstörfum leiddi Bogi Ágústsson fréttamaður samræðu Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanns, rithöfundar og formanns VIMA, Vináttufélags Miðausturlanda og Salmanns Tamimi tölvunarfræðings og formanns Félags múslima á Íslandi um umbrotin í Arabaheiminum og áhrif þeirra á […] lesa meira+

Fimmtudagur 24. mars 2011

Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína 2011

Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína 2011 í Norræna húsinu, fimmtudagskvöld 31. mars kl. 20 Samræða: Bogi Ágústsson fréttamaður ræðir við Jóhönnu Kristjónsdóttur, formann VIMA, vináttu- og menningarfélags Austurlanda og Salmann Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi, um umbrotin í Arabaheiminum og áhrif þeirra á Palestínu og Ísrael. Tónlist: Langholtsdætur, sjö söngstjörnur úr Graduale Nobili, flytja nokkur létt […] lesa meira+

Mubarak hrakinn frá völdum Föstudagur 11. febrúar 2011

Mubarak hrakinn frá völdum

Félagið Ísland Palestína óskar egypsku þjóðinni til hamingju með að hafa í dag, 11. febrúar 2011, með staðföstum mótmælum komið einvaldinum Hosni Mubarak frá völdum. Félagið lýsir sömuleiðis yfir stuðningi við egypsku þjóðina og óskum hennar um að koma á lýðræðislegri stjórnarhætti. Á morgun, laugardaginn 12. febrúar verður haldinn samstöðumótmælafundur með mótmælendum sem berjast fyrir […] lesa meira+

Ana min al-Qahira! Laugardagur 29. janúar 2011

Ana min al-Qahira!

Á málþingu um hið eldfima ástand í Mið-Austurlöndum sem haldið var föstudaginn 28. janúar í Háskóla Íslands greindi Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína, frá stöðu mála í Palestínu eftir nýlegt ferðalag um svæðið. Uppljóstranir Aljazeera-sjónvarpsstöðvarinnar síðustu daga, meira en 1.600 skjöl, „Palestínu-pappírarnir“ greina ekki síst frá náinni samvinnu palestínskra yfirvalda í Ramallah við ísraelsku […] lesa meira+