Palestína á RIFF: Málþing og kvikmyndasýningar á Reykjavik International Film Festival

Palestína á RIFF: Málþing og kvikmyndasýningar á Reykjavik International Film Festival Laugardagur 25. september 2010

Á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) í ár verða sýndar þrjár kvikmyndir frá Palestínu; Budrus, Vetur á Gasa (Winter in Gaza) og Að skjóta fíl (To Shoot an Elephant). Auk þess verður haldið málþing um málefni Palestínu og Afganistan í Þjóðminjasafninu, föstudaginn 24. september.

Palestínski leikstjórinn Fahad Jabali er gestur hátíðarinnar í samstarfi við Félagið Ísland-Palestína. Hægt verður að spyrja hann spurninga og taka þátt í umræðum í kjölfar sýninga á myndinni Vetur í Gaza (Winter in Gaza) í Háskólabíó og Norræna húsinu um helgina (sjá fyrir neðan). Um er að ræða sérstakann ‘spurt og svarað’ (Q&A) tíma sem er skipulagður í samvinnu við féalgið og hefst strax í kjölfar sýningu myndarinnar.

Félagið Ísland-Palestína fagnar því að RIFF skuli bjóða upp á þessar athyglisverðu myndir á dagskrá hatíðarinnar í ár, sem gefa m.a. innsýn inn í daglegt líf undir hernámi á Vesturbakkanum og Gaza svæðinu.

Félagið hvetur félagsmenn og aðra eindregið til að kynna sér þessar myndir, mæta á sýningarnar og málþingið.

Sjá frekari upplýsingar um myndirnar hér að neðan, í dagskrárbæklingi RIFF (bls 67 og 68) og á heimasíðu RIFF; www.riff.is


Föstudagur 24. september í Þjóðminasafninu

Þverþjóðlegur vitnisburður – málþing um Palestínu og Afganistan

Föstudaginn 24. september stendur RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, fyrir málþingi um Palestínu og Afganistan undir yfirskriftinni Þverþjóðlegur vitnisburður. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafninu frá kl. 16 til 17:30, og er aðgangur ókeypis. Málþingið er á vegum RIFF og Alþjóðlegs jafnréttisskóla við Háskóla Íslands (GET-program). Auk fulltrúa GET munu Janus Mets, leikstjóri Armadillo, Fahad Jabali, einn af leikstjórum Veturs á Gasa og Sharon Ward, framleiðandi myndarinnar Eiturlyf í Afganistan, taka þátt í umræðum. Karl Blöndal aðstoðarritjóri Morgunblaðsins stýrir umræðum.


Kvikmyndasýningar:

BUDRUS

Julia Bacha
(PAL/ISR/US) 2009 · 82 mín.

Ólífubóndi í þorpinu Budrus, sem hafði sennilega aldrei ætlað sér leiðtogahlutverk, sameinar Palestínumenn og Ísraela til að forða því að þorp hans verði jafnað við jörðu en þar ætla Ísraelar að reisa aðskilnaðarvegg sinn. Ólíklegt virðist að honum verði ágengt en þá grípur 15 ára gömul dóttir hans til sinna ráða, safnar liði kvenna í þorpinu og ræðst til atlögu við vinnuvélar og skriðdreka Ísraelshers.
sýningar:
25.09     Iðnó                   kl. 22.00
27.09     Bíó Paradís         kl 14.00
29.09     Norræna húsið    kl 18.00
30.09    Háskólabíó 2       kl 18.00
———————————————————

VETUR Á GAZA

Gaza’s Winter
Ýmsir leikstjórar
(PAL) 2009 · 36 mín.

Í 12 stuttmyndum fjalla jafnmargir leikstjórar hver með sínum hætti um sprengjuárás sem gerð var á Gasasvæðið veturinn 2008. 1.417 Palestínumenn fórust, meira en 10.000 heimili eyðilögðust og þúsundir særðust. Leikstjórarnir, sem allir voru búsettir í Ramallah, ákváðu að beina reiði sinni inn á skapandi brautir og eru myndirnar afrakstur þeirrar vinnu.

sýningar:
25.09     Háskólabíó 2      kl. 14.00*
26.09     Norræna húsið    kl 22.00*
27.09     Hafnarhúsið    kl 18.00

*Spurð og svarað (Q&A) og umræður með palestínska leikstjóranum Fahad Jabali strax í kjölfar sýningarinnar.
———————————————————

AÐ SKJÓTA FÍL

To Shoot an Elephant
Alberto Arce, Mohammad Rujailah
(SPA) 2009 · 113 mín.

Í myndinni segja sjónarvottar frá ástandinu á Gazasvæðinu. 27. desember 2008 fór Cast Leadaðgerðin fram. Mikilvægar, skuggalegar og sláandi myndir sem einu útlendingarnir á svæðinu tóku eru sýndar í myndinni. Þeir ferðuðust um í sjúkrabílum með palestínskum borgurum.

sýningar:
23.09     Norræna húsið    kl. 20.00
28.09     Iðnó                   kl 16.00
01.10     Hafnarhúsið       kl 21.00
02.10    Tjarnarbíó          kl 22.00


Tags: ,