Fimmtudagur 9. september 2010 
Fimmtudagskvöldið 9. september stendur Félagið Ísland-Palestína fyrir samstöðu- og styrktartónleikum fyrir íbúa Gaza á tónleikastaðnum Sódóma Reykjavík, Tryggvagötu 22. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00, en húsið opnar klukkustund fyrr. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur óskiptur til hjáloparstarfs á Gaza.
Dagskráin ER ekki af verri endanum og fjölbreytnin í fyrrirúmi, en fram koma fimm hljómsveitir; Útidúr, For a Minor Reflection, Endless Dark, Orphic Oxtra og Sykur. Auk þess verður varningur frá Palestínu og til stuðnings frelsisbaráttu þeirra til sölu, svo sem kafíu klútar og nælur.
DAGSKRÁ
21.00 – Útidúr
…22.00 – For a Minor Reflection
22.50 – Endless Dark
23.30 – Orphic Oxtra
00.10 – Sykur*
*Mögulega með leynigest með sér…
Fimmtudaginn 9. september
húsið opnar kl 20.00
Aðgangseyrir 1.000 KR
18 ára aldurstakmark
Hér eru á ferðinni fyrstu tónleikarnir sem félagið stendur fyrir í ár – en það hefur staðið fyrir tónleikum um margra ára skeið í samstöðu með íbúum hertekinnar Palestínu sem hafa jafnan verið vel sóttir – enda mikill fjöldi tónlistarmanna viljað leggja málefninu og íbúum herteknu svæðana lið. Má þar nefna Mugison, múm, KK, Ensími, Seabear, Mínus, Retro Stefson og Jakobínarína.
ÚTÍDÚR er á mikilli siglingu þessa dagana og með nýja plötu í burðarliðnum, FOR A MINOR REFLECTION sem nýverið gáfu út sína aðra breiðskífu ‘Höldum í átt að óreiðu’, hefur eikið á tónleikaferðalagi með Sigur rós og heldur í september í stærðar tónleikaferðaleg um Bretland og Evrópu, þungarokkararnir í ENDLESS DARK sem eru ein helsta vonarstjarna íslenskrar rokkmenningar og komin er á samning hjá einni stærstu bókunarsskrifstofu Evrópu X-Ray Touring sem hefur á sínum snærum listamenn á borð við Coldplay og Nick Cave, ORPHIC OXTRA sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir líflega balkan tónlist sína – og síðast en ekki síst danssveitin SYKUR sem hefur slegið rækilega í gegn með plötunni sinni ‘Frábært eða Frábært’.
Húsið opnar klukkan 20.00.
Tónleikarnir hefjast klukkustund síðar, eða klukkan 21.00.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Hann rennur óskiptur í neyðaraðstoð til handa íbúum Gaza.
Tags: Gaza

